Eyfirski safnadagurinn

Eyfirski safnadagurinn 2013
Eyfirski safnadagurinn 2013

Eyfirski safnadagurinn er haldin árlega. Frítt er inná söfnin í firðinum og mörg söfn bjóða uppá sérstaka skemmtidagskrá í tilefni dagsins. Viðburðurinn hóf göngu sína árið 2007 og hefur verið haldinn árlega síðan.  Markmiðið er að vekja athygli á fjölda fróðlegra og forvitnilegra safna sem eru við Eyjafjörð.

Grímur amtmaður

GRÍMUR AMTMAÐUR OG AMTSBÓKASAFNIÐ

Amtsbókasafnið á Akureyri er elsta stofnun Akureyrarbæjar og var stofnað 1827 en opnaði í núverandi húsnæði árið 1968.

•Hvar hófst saga bókasafnsins?

Saga safnsins hófst árið 1791 þegar Stefán Þórarinsson, amtmaður stofnaði Hið norðlenska lestrarfélag. Það félag lagðist af um 1820 en Grímur Jónsson, amtmaður fékk síðar beiðni um að koma á fót lestrarfélagi og stofnaði hann Eyfirska lesfélagið árið 1825.

•Hver stofnaði bókasafnið?

Amtsbókasafnið á Akureyri var stofnað árið 1827 af Grími Jónssyni , amtmanni á Möðruvöllum Hörgárdal, með dyggum stuðning frá ýmsum mætum mönnum hérlendis og erlendis en C.C. Rafn mun hafa verið þeirra ötulastur.

•Hvaða ár var bókasafnið stofnað?

Árið 1827, var Amtsbókasafnið formlega stofnað.

•Hvaðan komu bækurnar?

Eitthvað af bókakosti safnsins kom úr Hinu norðlenska lestrarfélagi en Grímur amtmaður fékk það hlutverk að velja Eyfirska lesfélaginu bækur og bað vin sinn Finn Magnússon, prófessor í Kaupmannahöfn að kaupa fyrir sig valdar bækur. 
Grímur komst einnig í kynni við bóksala einn í Kaupmannahöfn sem bauðst til að gefa lestrarfélaginu fjölda bóka. Ennfremur ritaði Grímur grein í blaðið Dagen í Kaupmannahöfn, 1.maí 1927, þar sem hann biður danska bókamenn að gefa bækur, helst innbundnar, til bókasafns á norðanverðu Íslandi.

•Eru þessar bækur ennþá til?

Sumar af þeim bókum sem voru á pöntunarlista Gríms amtmanns eru enn varðveittar á Amtsbókasafninu á Akureyri.

•Hvar var bókasafnið til húsa?

Það kom í hlut fyrsta amtsbókvarðarins að varðveita hið nýstofnaða bókasafn fyrir Norður- og Austuramtið. Andreas Mohr, faktor í Gudmannsverslun, var fyrsti amtsbókavörðurinn og safnið var þá í faktorshúsinu sem við þekkjum í dag sem Laxdalshús. Safnið var síðan á húsnæðishrakningi í 140 ár og kom víða við. Má þar nefna Ráðhúsið í Búðargili, (stendur ekki lengur), Samkomuhúsið og Hafnarstræti 81. 

Árið 1968 fékk safnið loks viðunandi húsnæði við Brekkugötu 17 sem síðan hefur stækkað og er allt hið glæsilegasta.

•Hvað er amt?

Amt er dönsk stjórnsýslueining sem var við lýði á Íslandi frá árinu 1684 til ársins 1904. Æðsti embættismaður í amti var amtmaður og var Ísland eitt amt í Konungsríkinu Danmörku á tímabilinu 1684-1770.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan