Er samfélagssáttmálinn brostinn?

(tekið orðrétt af síðu Akureyrarbæjar: akureyri.is)

gudmundur_heidar_frimannsson_120Fimmtudaginn 29. apríl kl. 17.00 flytur Guðmundur Heiðar Frímannson fyrirlestur í heimspekifyrirlestrarröðinni Hrunið og heimspekin. Erindi Guðmundar nefnist Er samfélagssáttmálinn brostinn? Fyrirlesturinn fer fram á Amtsbókasafninu, Akureyri.

Í fyrirlestrinum verða rakin fáein sögulega atriði um hugmyndina um samfélagssáttmála. Leitast verður við að greina hvað felst eða ætti að felast í nútíma samfélagssáttmála. Síðan verður fjallað um hrunið, aðalatriði þess sem gerðist og hvers vegna og reynt að svara þeirri spurningu hvort samfélagssáttmálinn hafi rofnað og við komin í ríki náttúrunnar.

Það eru hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri, Félag áhugafólks um heimspeki og Amtsbókasafnið sem standa að fyrirlestraröð um Hrunið og heimspekina.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan