Engar kellingabækur

 
Í tilefni Fólksvangsins ("Fólkvangur um norðlægar rætur okkar: ráðstefna með list, iðju og uppákomum") 19.-21. júní 2011, hefur Amtsbókasafnið á Akureyri ákveðið að stilla upp vel völdum bókum um konur og/eða eftir konur. Þær hafa verið settar á sýningarborðin í anddyrinu og við vonumst til að fólk kíki þar við og fái sér gott andans nesti með sér heim í útlán.

Þetta er gert í samstarfi við Mardöll, félag um menningararf kvenna, og má finna nánari upplýsingar á heimasíðu félagsins.

 

 
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan