Kæru safngestir! Það er kominn svokallaður fössari og föstudagsgetraunin er komin aftur ... með smá breyttu sniði í þetta sinn, vegna opnunar á glæsilegri sýningu um hin óviðjafnanlega Einar Áskel, sem varð 50 ára í fyrra!
Þessi sýning er haldin til að heiðra Einar Áskel og auðvitað höfund hans, Gunillu Bergström, í tilefni af 50 ára afmælinu. Það var nefnilega árið 1972 sem fyrsta bókin um hann kom út á sænsku en hún heitir á íslensku Góða nótt, Einar Áskell.
Myndir segja meira en mörg orð. Því er getraunin byggð á því sem kemur fram á myndunum sem fylgja hér (best er auðvitað að lesa spjöldin á staðnum!). Rétt svör koma svo sennilega ... kannski ... mögulega eftir helgi.
1. Hvað heitir leynivinur Einars Áskels?
2. Hvaða ár kom fyrsta bókin um Einar Áskel út á íslensku?
3. Höfundurinn er auðvitað Gunilla Bergström en hver gerði myndirnar í bókunum um Einar Áskel?
4. Hvað heitir vinur Einars Áskels sem er svo góður í fótbolta?
5. Hvernig er þyrlan góða á litinn?
6. Hvað líkar pabba Einars Áskels best að gera?
7. Hver býður Einari Áskeli alltaf upp á snúða og kex þegar hann kemur í heimsókn?
8. Af hverju fékk pabbinn ekki að sitja við hlið Einars Áskels í strætó eitt sinn þegar þeir fóru heim?
9. Hvað heitir Einar Áskell á sænsku?
10. Hversu lengi verður sýningin um Einar Áskel á Amtsbókasafninu á Akureyri?