Ég skrifa á brennheitu hrauni...

Irène Némirovsky (1903-1942)
Irène Némirovsky (1903-1942)

Sýning um ævi og ritverk Irène Némirovsky.

- Miðvikudaginn 26. október kl. 17:00 verður sýning um ævi og ritverk fransk-úkraínsku skáldkonunnar Irène Némirovsky (1903-1942) sem ber yfirskriftina „Ég skrifa á brennheitu hrauni...“ opnuð í Amtsbókasafninu á Akureyri.

Í tengslum við opnunina flytur þýðandinn, Friðrik Rafnsson, stutt erindi um Irène Némirovsky og þekktustu skáldsögu hennar, Franska svítu, sem er nýkomin út á íslensku.

Sýningin í Amtsbókasafninu á Akureyri kemur hingað til lands á vegum Alliance française í Reykjavík og er liður í hátíðarhöldum vegna aldarafmælis félagsins á árinu. Sýningin stendur til 10. nóvember, aðgangur er ókeypis og allt áhugafólk um bókmenntir og sögu velkomið.

Auglýsing um sýningu um Irene Némirovsky

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan