Dýr og hæg þróun rafbóka - Skattar sliga rafbækur

Kindle

Skattaálögur skekja nú rafbókarheiminn. Á Íslandi stefnir í að 25.5% virðisaukaskattur verði lagður á rafbækur en skattur á hefðbundnar bækur úr pappír er 7%. Menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, staðfestir að í þetta stefni í Fréttatímanum í dag.

Marínó Njálsson í Snöru sagði við Fréttatímann fyrir viku síðan að til þess að rafbókarbylting geti hafist hér á landi verði tvennt að gerast, lækka þyrfti áðurnefndan virðisaukarskatt og afnema þyrfti vörugjald á lestrarvélum, á borð við Kindle (á mynd). Vélarnar eru reyndar kallaðar lesbretti í blaðinu.

Kristján B. Jónsson, formaður félags bókaútgefenda, segir við Fréttatímann að eins og sakir standa sé enginn markaður fyrir rafbækur vegna þessa. Útgefendur horfi því lítið í átt til rafbóka, valið sé auðvelt vegna skattsins og fárra lestrarvéla, en þær eru svo fáar meðal annars vegna vörugjaldsins.

Ísland er aftarlega á merinni hvað rafbækur varðar og þetta sýnir að það verður lengi að breytast.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan