Kæru rithöfundar og fræðimenn!
Umsóknir um dvöl í rithöfunda- og fræðimannaíbúðinni í Davíðshúsi verða með sama sniði og síðustu ár.
1. ágúst hefst sérstakt umsóknartímabil fyrir almanaksárið 2025 og lýkur því þrítugasta og fyrsta sama mánaðar. Að því loknu verða umsóknir metnar og umsækjendum tilkynnt hvort umsókn þeirra hafi verið samþykkt. Ef einhver tímabil verða laus eftir þetta ferli dugar að senda undirrituðum tölvupóst. Umsækjendur eru hvattir til að vanda til umsóknar og veita upplýsingar um sjálfa sig og verkin sem þeir hyggjast vinna að meðan á dvöl stendur. Vandaðar umsóknir auka líkur á úthlutun. Mælst er til þess að tilgreina aukatímabil í umsókninni ef aðaltímabilið er ekki laust. Rithöfunda- og fræðimannaíbúðin er leigð út viku og viku í senn, mest einn mánuð. Athugið að aðeins eru leigðir út heilir mánuðir. Leiga fyrir eina viku er 30.000 kr. og 90.000 kr fyrir einn mánuð. Allt er til alls í íbúðinni; rúmföt, handklæði, þráðlaust net o.fl. Ætlast er til að umsækjendur skili íbúðinni í sama ástandi og þeir tóku við henni.
Umsóknir sendist á netfangið thordurs@amtsbok.is. Vilji umsækjendur senda fylgiskjöl til að auka líkur á úthlutun er það að sjálfsögðu í góðu lagi.
Með bestu kveðju,
Þórður Sævar Jónsson
Umsjónarmaður rithöfunda- og fræðimannaíbúðarinnar í Davíðshúsi