Davíð Stefánsson heiðraður - 1895-1964

Davíð StefánssonDavíð Stefánsson frá Fagraskógi
1895?1964
(amtsbókavörður 1925?1952) 

Í tilefni af afmælisdegi Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi, 21. janúar, höfum við ákveðið að stilla upp öllum útlánaeintökum okkar sem tengjast Davíð á einhvern hátt í anddyri Amtsbókasafnsins á Akureyri þennan dag. Þarna má finna bækur og geisladiska, því ófá lögin hafa verið samin við texta skáldsins.

Davíð var ástríðufullur bókasafnari og bókasafn hans er enn í dag talið vera eitt af bestu söfnum einstaklinga hér á landi með efni um ýmis konar þjóðlegan fróðleik.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan