Breytingar í kvikmynda- og tónlistardeildum - tónlist þéttist - mynddiskar á ensku fá meira pláss

Í síðustu viku fóru fram nokkrar tilfærslur í kvikmynda- og tónlistardeildum Amtsbókasafnsins. Tónlistardeildin á 1. hæð er nú komin öll (geisladiskar, mynddiskar og bækur) á þann stað sem allir geisladiskarnir voru.

Þetta gerði það að verkum að hægt var dreifa aðeins betur úr mynddiskum á ensku (með raðstafina ENS), enda er það stærsti flokkur kvikmyndadeildarinnar.

Við vonum að þetta mælist vel fyrir og gaman væri að heyra hvað ykkur finnst.

Í náinni framtíð verður svo sú breyting gerð á fræðslumynddiskunum að þeim verður raðað upp eftir efni, ekki stafrófsröð titla. Þetta er gert að ósk safngesta :-)

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan