Breytingar á vefsíðu Amtsbókasafnsins

Okkur starfsmönnunum þykir mjög vænt um Amtsbókasafnið á Akureyri. Við gerum okkar besta til þess að sinna öllum óskum ykkar, og okkur finnst yndislegt að sjá ykkur á safninu. Enda er gott að vera á Amtsbókasafninu!

Vefsíðan er mikilvægt andlit safnsins út á við og því viljum við að hún veki athygli og áhuga þeirra sem á hana líta. Útlitsbreytingar eru kannski ekki svo miklar á síðunni í náinni framtíð en innihaldið er að breytast. Nýr hlekkur hér til hliðar heitir "Krydd" og þar er að finna yfirlit yfir allskonar fræðilegt og skemmtilegt efni, sem við teljum að þið hafið gagn og gaman af. Við höfum sett hlekk yfir á Facebook-síðuna okkar hér til hægri, Ljóð vikunnar hefur breyst í Slóð vikunnar og fleira er á dagskrá.

Svona heimasíða þrífst samt best á því að lesendur hennar láti í sér heyra, komi með hugmyndir, gagnrýni og hrósi. Það væri því gaman að heyra hvað ykkur finnst, hvort síðan sé einföld, flókin, skemmtileg, leiðinleg... hvað sem er. Vinsamlegast hafið samband við netstjórann með því að senda honum netpóst á thorsteinn@akureyri.is - bestu þakkir.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan