Breytingar á Blindrabókasafninu - Nú er pantað á Netinu

Blindrabókasafnið

Um áraraðir hefur Amtsbókasafnið séð lánþegum fyrir hljóðdiskum frá Blindrabókasafni Íslands. Nú verður breyting á þessari þjónustu þegar nýtt kerfi verður tekið upp.

Þannig þurfa lánþegar núna að hringja í Blindrabókasafnið, eða panta á Netinu, og fá þeir þá senda hljóðdiska heim. Þessi þjónusta er þeim að kostnaðarlausu en diskunum þurfa þeir ekki að skila.
                                                         Margrét Guðmundsdóttir og Hólmfríður Andersdóttir.

Þeir sem hafa aðgang að Blindrabókasafninu eru lesblindir og aldraðir. Sérstakt vottorð þarf til að fá aðgang að safninu fyrir lesblinda. Hingað til hafa þessir lánþegar komið á bókasafnið og fengið diska, auk þess að fá þá senda heim til sín. Amtsbókasafnið mun ekki bæta við lánþegum heldur beina þeim til Blindrabókasafnsins í Reykjavík.

Diskarnir sem Amtsbókasafnið hefur í sinni vörslu verða áfram lánaðir út héðan en þeir verða ekki endurnýjaðir. Þannig mun safnkosturinn smám saman rýrna. Auk þess eru allir hvattir til að taka upp nýja siði, þó með miklum söknuði að sögn Margrétar Guðmundsdóttur og Hólmfríðar Andersdóttir, sem sjá um útibú Blindrabókasafnsins.

Heimasíða Blindrabókasafnsins.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan