Kæru safngestir! Við þökkum sýnda þolinmæði vegna framkvæmda fyrir neðan Amtsbókasafnið og tilkynnum aftur smá aðgengisbreytingar: Brekkugata til norðurs frá Oddeyrargötunni verður lokuð í dag (miðvikudag 17. júlí) og á morgun (fimmtudag 18. júlí).
Þetta verður svona í dag og á morgun en það verða svo áfram framkvæmdir á svæðinu út vikuna. Vonandi verður búið að opna Brekkugötuna á föstudaginn. Verið er að helluleggja síðasta gönguásinn á nýjum og endurgerðum gatnamótum Oddeyrargötu og Brekkugötu.
En safnið ykkar er alltaf opið virka daga 8:15-19:00 og starfsfólkið tilbúið að gera sitt besta til að gera heimsókn ykkar hingað sem ánægjulegasta!