Bréf vegna mannréttinda á Amtsbókasafninu - Maraþonið vel heppnað

Amnesty 2010Laugardaginn 11. desember var bréfamaraþon Amnesty International á Amtsbókasafninu. Þar var gefinn kostur á að senda bréf til þolenda mannréttindabrota. Sex einstaklingar voru valdir úr og hægt var að senda bréf á þeirra tungumáli eða á ensku. Ekki geta allir fengið bréfin, einn þeirra hefur til að mynda verið í 10 ár í fangelsi án þess að hafa fengið réttarhöld. Vonast er til að bréfin þrýsti á yfirvöld í Írak að láta manninn lausan en þar er hann í fangelsi.

Bréfamaraþon Amnesty hefur verið á Amtsbókasafninu í nokkur ár og nokkur fjöldi lagði leið sína á safnið til að senda bréf.

Smelltu hér til að lesa nánar um bréfamaraþon Amnesty á Íslandi sem verður haldið áfram á morgun, þriðjudaginn 14. desember, á söfnum á Suðurlandi.

Hér má sjá borðið og myndir af einstaklingunum sex. Hægt var að senda bréf til þeirra allra með persónulegum skilaboðum og einnig stutta kveðju.

Amnesty 2010

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan