Börnin eru yndisleg - styrkur frá 6 ára krakka til bókasafns bæjarins

Sumir einstaklingar taka niðurskurð alvarlega og vilja allt gera til að hjálpa. Frá Bandaríkjunum barst nýlega dæmi um sex ára stúlku sem vildi tryggja að almenningsbókasafninu sínu yrði ekki lokað. Meðfylgjandi bréf/mynd segir allt sem segja þarf og greinilegt að bókasafnselskandi fólk er að finna á öllum aldri út um allan heim:

Ani skrifaði bréf til bókasafnsins og vildi styrkja það

(Myndin er fengin frá "SPL Friends of the Library Blog"). Íslensk þýðing á texta bréfsins: "Kæra bókasafn. Mig langar að deila með ykkur vasapeningunum mínum svo þið getið haft opið áfram. Ég er sex ára gömul. Hér eru 11 dollarar. Ani."

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan