Börn elska lestur

Lestur er bestur - Líka á sumrin!
Lestur er bestur - Líka á sumrin!

Sumarið 2012 voru hér á safninu tveir meistaranemar úr Háskólanum á Akureyri sem fylgdust með börnum í sumarlestri og könnuðu lestrarvenjur þeirra. Nemarnir voru undir verndarvæng Herdísar Önnu, barnabókavarðar, og var hún afar ánægð með samstarfið við þá.

Börnin sem voru þátttakendur í sumarlestrinum voru líka ánægð með athyglina og fannst mjög gaman að taka þátt í rannsókninni. Samstarfið við börnin gekk vel og þeim fannst spennandi að fá tækifæri til að tjá sig um lestur og segja hvað þeim fannst um bækurnar sem þau völdu sér.

Aðspurð sagðist Herdís Anna vera ánægð með rannsóknina í heild. Hún sé afar gagnleg og veki athygli á sjónarmiðum barna varðandi lestur og líka á mikilvægi lestrarfyrirmynda fyrir börn.

Á Amtsbókasafninu hafa árum saman verið sögustundir fyrir yngri börn og á sumrin er eldri börnum boðið að taka þá í sumarlestrarnámskeiðum.  Rannsókn sem þessi undirstrikar mikilvægi slíkrar starfsemi og sýnir fram á mikilvægi sögustunda og upplesturs fyrir börn á öllum aldri.

Herdís Anna segir aðsóknina í sögustundirnar vera mikla og að hún aukist frekar en hitt, sem er sérstaklega ánægjulegt.

Nánar má lesa um niðurstöður rannsóknarinnar í skýrslunni um Lestrarvenjur ungra bókaorma en hana má nálgast á síðu Barnabókaseturs Íslands sem gefur skýrsluna út.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan