Það er alltaf við hæfi að spila spil, úti á palli í glampandi sól eða inni í hlýjunni á meðan snjórinn skreytir bæinn.
Amtsbókasafnið á um 200 borðspil til útláns en þau er að finna á 1. hæð safnsins. Boðið er upp á fjölbreytt úrval borðspila fyrir alla aldurshópa en sérstök áhersla er lögð á fjölskyldu- og barnaspil. Amtsbókasafnið vill með því efla framboð á ókeypis afþreyingu fyrir fjölskyldufólk.
Hér má sjá yfirlit yfir spil í eigu Amtsbókasafnsins. Öll borðspil eru lánuð í 30 daga.