Bókaspjall Amtsbókasafnsins - Ný þjónusta

Bókaspjall

Amtsbókasafnið tekur nú þátt í norrænu verkefni um notkun samfélagsmiðla á Internetinu. Verkefnið snýr að fræðslu eða kennslu almennings á samfélagsmiðlun (til dæmis Facebook, Twitter, YouTube osfv.)

Amtsbókasafnið hefur opnað Bókaspjall - síðu á Facebook þar sem finna má myndbönd með umfjöllunum um bækur. Síðuna má finna hér. Myndböndunum er hlaðið niður á YouTube og þær svo settar á síðuna.

Þar kennir ýmissa grasa og er stefnan að setja reglulega inn umfjallanir um bækur. Á síðunni má meðal annars finna umfjallanir um Morgunengil, Martröð Millanna og hugleiðingu um hver Stella Blómkvist sé. Fljótlega munum við svo biðja almenning um að hjálpa til og ræða við okkur um þær bækur sem það vill.

Við hvetjum alla til að skoða síðuna og jafnvel að "Líka-við" hana og dreifa henni áfram.

Umsjónarmaður verkefnisins er Hjalti Þór sem tekur glaður við ábendingum á netfanginu hjaltih@akureyri.is.

Bókaspjall Amtsbókasafnsins.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan