Kæru tæknivæddu og -elskandi safngestir! Loksins er komið að því. Þið getið fengið bókasafnskort í símann ykkar!
Þið skannið bara QR kóðann sem fylgir myndinni eða farið inn á www.leitir.is til að skrá ykkur inn með rafrænum skilríkjum. Þar er hægt að sækja kortið í símann.
Android notendur þurfa fyrst að sækja „Smart Wallet“ í Google Play Store ef þeir eru ekki með það nú þegar.
Lánþegar sem ekki geta notað rafræn skilríki verða að leita til afgreiðslu Amtsbókasafnsins eftir aðstoð, sem auðvitað verður í brosandi formi (eins og ávallt).