Bókasafnsdagurinn góði

Verðlaunahafi bregður á leik :-)
Verðlaunahafi bregður á leik :-)

Bókasafnsdagurinn var líflegur og við þökkum öllum kærlega fyrir komuna!
Ýmis verkefni voru í gangi á bókasöfnum landsins í tilefni dagsins - Eitt þeirra var ljósmyndakeppni og svo skemmtlega vill til að verðlaunamyndin var tekin hér á safninu hjá okkur:-) Við óskum Baldvin Þey Péturssyni innilega til hamingu með sigurinn!

Verðlaunamynd Bókasafnsdagsins

Ljósmynd: Baldvin Þeyr Pétursson - Fyrirsætur: Sverrir Fossberg og
Sigrún Lind

Bókasöfn gegna mikilvægu hlutverki sem miðstöð fræðslu og þekkingar, þau veita aðgengi að bókmenntum, tón- og myndlistarefni og þar má fá aðstoð við upplýsingaöflun og gagnaleit. Almenningsbókasöfn eru auk þess menningarmiðstöðvar og samkomuhús þar sem fólk getur dvalið löngum stundum. Bókasöfn skipta sköpum fyrir lestraruppeldi og bókmenningu í landinu. Því má segja með sanni að lestur er bestur á bókasöfnunum.

Við hér á Amtinum buðum gestum okkar að setjast með bók og fá mynd af sér - Margir létu tilleyðast og hér má skoða afraksturinn :-)

Lestur er bestur!

Upplýsing hefur birt veggspjald yfir 100 bestu barna- og unglingabækurnar sem starfsmenn bókasafnanna hafa valið. Hér má nálgast veggspjaldið. Margir tóku þátt í þessu vali og má segja að skipting á milli þýddra og frumsamdra bóka sé nokkuð jöfn.

Þá birtir Upplýsing verðlaunastuttmyndina "Sveitalestur" sem þeir Atli Arnarsson og Gísli Gíslason gerðu um slagorð dagsins: "Lestur er bestur" . Þótti myndin koma þeim skilaboðum vel á framfæri auk þess að vera fallega tekin og klippt. Stuttmyndasamkeppninni var beint til nema í framhaldsskólum landsins.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan