Í dag kom hópur ungmenna frá Vinnuskóla Akureyrar - Vinnurós - færandi hendi með bókamerki handa safngestum!
Þessi bókamerki gerðu þau í sumar og notuðu til þess fjölbreyttar aðferðir: málningu, vatnsliti, tímarit eða bækur, tréliti og fleira. Eftir það plöstuðu þau merkin og eru þau nú tilbúin fyrir safngesti ... þeim að kostnaðarlausu!
Alls komu 17 ungmenni að gerð bókamerkjanna.
Bókamerkin frá Vinnurós voru afskaplega vinsæl í fyrra ... og verða það eflaust líka núna.
Ótrúleg fjölbreytni, litadýrð og hæfileikar!
Við þökkum Vinnurós kærlega fyrir þessa flottu gjöf!