Bestu barnabækurnar í Hofi

100 bestu í Hofi
100 bestu í Hofi

Amtsbókasafnið og Hof í ritlistarsamstarfi

Amtsbókasafnið og Menningarhúsið Hof vinna saman að dagskrá þar sem fjallað er um ritlist og bókmenntir á einn eða annan hátt.  Markmiðið með samstarfinu er meðal annars að auka sýnileika ritlistar og bókmennta í samfélaginu.

BÓKAHILLAN
Bókahillu hefur verið komið fyrir á veitingastaðnum í Hofi, 1862 Nordic Bistro, og geta gestir og gangandi gluggað í bækurnar í hillunni. Amtsbókasafnið sér um að fylla á hilluna en bókunum er skipt út mánaðarlega og í hverjum mánuði er ákveðið þema.

Heiðrún og Herdís ræða barnabækur

Í nóvember er þemað; 100 bestu barnabækurnar, en á bókasafnsdeginum árið 2012 tók Amtsbókasafnið saman lista yfir hundrað barna- og unglingabækur sem hafa verið í uppáhaldi hjá starfsfólki bókasafna víðsvegar um landið.

Bækurnar hafa allar komið út á íslensku og eru bókavörðum landsins eftirminnilegar hvort sem þeir lásu þær í æsku eða með  sínum börnum á fullorðinsárum.

Nú er ráð að athuga hvort að þessar bækur eru ekki kunnuglegar og jafnvel lesa þær sem kannski hafa gleymst.

Einnig er ráð að lesa þær með börnum og gefa þannig góða minningu sem vafalaust endist ævilangt!

Smellið hér til að sjá lista yfir allar bækurnar

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan