Bókabúgí 2011 - Skemmtileg sýning sem unnin er úr afskrifuðum bókum.

Sýningin er unnin úr  afskrifuðum bókum og blöðum frá Bókasafni Seltjarnarness 2010 og sett upp í tilefni af 125 ára afmæli safnsins.

Sýningarhönnuður:  Málfríður Finnbogadóttir. 

Að sýningunni vann auk hennar:  Jóhannes Helgason

Þeim til aðstoðar voru Ísar Ágúst Kristjánsson og Sara Björk Ragnarsdóttir

______

 Hvers vegna eru bækur afskrifaðar?

1.     Þær eru skemmdar

Rifnar, óhreinar, vantar í þær síður eða arkir, hundurinn hefur nagað þær eða þær hafa dottið í baðið ? fullt af vatni!

2. Til að rýma fyrir nýjum bókum

Mörg eintök eru keypt af sama titli ? eftir fyrsta árið nægja færri eintök, engin eða mjög fá útlán síðustu árin eða búið að lesa eintökin upp til agna!

3. Bókum er ekki skilað

 

Hvað er gert við afskrifaðar bækur?

Þær eru seldar við vægu verði

Þær eru sendar í endurvinnslu

Við endurnýtum þær hér á sýningunni!

 

Sýningin er opin á afgreiðslutíma safnsins og stendur til 15. október.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan