Barnamorgun

Sunnudaginn 17. nóvember kl. 10.00 ætlar Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, organisti við Akureyrarkirkju að heimsækja Hof, kynna krílasálma og vera með krílasálma stund fyrir ungabörn í framhaldinu.
Sungin verða ýmis lög og farið í leiki og lögð áhersla á söng og hreyfingu. 

Rannsóknir hafa sýnt að það að syngja fyrir lítil börn auki einbeitingarhæfileika þeirra og hreyfiþroska. Sönghæfileikar skipta engu máli í þessu samhengi, en málið snýst fyrst og fremst um að rækta tengsl foreldris og barns.

Í samstarfi við Amtsbókasafnið á Akureyri mun Herdís Anna Friðfinnsdóttir, barnabókavörður, vera með sögustund kl. 11.00. Hún mun lesa úr nokkrum bókunum:

Brosbókin höfundur  Jóna Valborg Árnadóttir (2013)sögustund

Skrímslapest höfundur Áslaugu Jónsdóttir (2008)

Sagan af skessunni sem leiddist höfundur Guðrún Hannesdóttir (1997)

Óðhalaringla eftir Þórarinn Eldjárn (2004)

 

Að sögustundinni lokinni gefst börnunum kostur á að föndra og lita.

 

Barnamorgnar eru haldnir í samstarfi við Norðurorku.

norðurorka

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan