Barnabókavörður á Amtsbókasafninu á Akureyri

Amtsbókasafnið á Akureyri óskar að ráða barnabókavörð í 75% starf frá og með 15. september 2011.

 

Helstu verkefni eru:

  • Þjónusta við börn og ungt fólk, s..s með sögustundum, sumarlestri og öðrum viðburðum.
  • Samstarf við leik- og grunnskóla á Akureyri og aðra þá sem starfa með börnum og ungmennum.
  • Samstarf við aðrar stofnanir og fyrirtæki að lestrarhvetjandi verkefnum.

 Hæfniskröfur:

  • Háskólapróf á sviði uppeldis- og kennslufræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Lipurð í samskiptum og rík þjónustulund
  • Jákvæðni og sveigjanleiki.

 

Tekið verður tillit til samþykktar bæjarstjórnar Akureyrarbæjar um jafnréttismál við ráðningu í starfið.

 Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga og viðkomandi
stéttarfélags.

 Upplýsingar um kaup og kjör veitir Starfsmannaþjónusta Akureyrarbæjar í síma: 460-1060.

 Nánari upplýsingar um starfið veitir Hólmkell Hreinsson í síma 862-6882 eða í netfangi: holmkell@akureyri.is

 Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum á heimasíðu Akureyrarbæjar: www.akureyri.is

Aðgengi að tölvu og aðstoð við innskráningu umsókna stendur til boða á Amtsbókasafninu og í þjónustuanddyri Ráðhússins.

Umsóknarfrestur er til 1. september 2011.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan