Bækur, snjór og kuldi

Kæru safngestir! Við þurfum ekkert að segja þetta því þið vitið þetta ... en samt: Nú þegar snjórinn er að lita bæinn okkar fallega, þá megið þið endilega muna eftir því að bækur og snjór eða bækur og kuldi eru ekki bestu vinir!

Ef bækur blotna, þá eru þær ónýtar. Meira að segja safnefni eins og tímarit og mynddiskar fer illa út úr kulda og bleytu. Og jafnvel þótt bílastæðið sé bara 27 metra frá aðalinnganginum okkar, þá nær snjókoman/rigningin alveg að fara á gögnin ef þið eruð ekki með þau í góðum poka (ath. við seljum þessa flottu fjölnota bókasafnspoka!)

Og ef þið eruð að fara í vinnu og ætlið að koma við á Amtsbókasafninu að loknum vinnudegi, vinsamlegast takið bækurnar/safnefnið með ykkur inn, því kuldinn í bílnum fer illa með bækurnar líka.

Farið vel með safngögnin því þettta er jú safnið ykkar ... safn okkar allra.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan