Árið í tölum og prósentum

Við mælum með bókum!
Við mælum með bókum!

Það er góður siður í byrjun árs að skoða tölfræði þess nýliðna og sjá hvernig starfsemin hefur gengið. Ýmislegt skemmtilegt kemur fram þegar rýnt er í tölurnar en hér má sjá það helsta :

Við lánuðum út 196.780 safngögn árið 2013 sem er fækkun um 4.547 eintök frá árinu 2013 eða 2%.

Flest eintök voru lánuð í júlí eða 19.434 en fæst voru þau í desember 13.917.

Mest var minnkunin í útlánum á bókum eða -3.735 (-3%) en næst mest í útlánum á geisladiskum með tónlist -836 (40%).

Er það í samræmi við þróun undanfarinna ára. Hinsvegar jukust útlán á DVD diskum lítillega um 462 útlán (3%).

Þó útlánum hafi fækkað lítillega er það svo enn að Akureyringar nota bókasafnið sitt mjög mikið og eru útlán rétt tæplega 11 (10,95) á hvern íbúa á Akureyri.

Gestafjöldi var einnig heldur færri en  árið áður sem nam 1.806 gestum (2%).  Gestir voru alls 111.413 á  móti 113.219 árið 2012.

Flestir voru gestirnir í júlí eða 12.458 en fæstir í desember 7.619. Greinilegt samhengi virðist því milli heimsókna og útlána.

Hver Akureyringur heimsótti safnið rúmlega sex sinnum á árinu miðað við þessar tölur.

Og í lokin smávegis fésbókartölfræði. Við eignuðumst 255 nýja rafræna vini á árinu 2013.
Í byrjun árs voru þeir 1527 en í lok ársins voru þeir 1782.

Við erum afar ánægð með vinahópinn og viljum gjarnan sjá hann vaxa og dafna enn frekar.

Það eru sem fyrr, fleiri konur í vinahópnum, en við tökum öllum fagnandi, bæði konum og köllum!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan