Amtsbókasafnið á Akureyri er elsta stofnun Akureyrarbæjar. Húsnæðið eða „bókhlaðan“ við Brekkugötu 17 var opnuð formlega 9. nóvember 1968 og verður því 55 ára nk. fimmtudag (9. nóvember).
Við viljum fagna þessum áfanga og „ræna“ stóra skjánum í anddyrinu fyrir myndasýningu þennan dag. Einnig munum við bjóða upp á smá hressingu.
Af nógu er að taka en þarna má sjá milli 70-80 myndir úr eða af húsnæðinu. Vonandi hafið þið gaman af þessu!