Kæru safngestir! Það var gott að sjá ykkur eftir páskafríið og starfið okkar er komið á fullt aftur!
Spurningin hvort sumarið sé ekki bara komið? Alla vega er sumardagurinn fyrsti í næstu viku og snjórinn að mestu horfinn úr bænum.
Meðfylgjandi mynd er úr Sveitarstjórnarmálum 1969, 1. hefti, þar sem rætt er um nýju húsakynni safnsins á þeim tíma en þau voru opnuð við hátíðlega athöfn 11. nóvember 1968. Byggingin (eldri hlutinn) mun því fagna 55 ára afmæli í nóvember á þessu ári og nýja byggingin verður 20 ára í mars 2024. Við munum örugglega halda upp á þetta á einhvern hátt.
Ef þú vilt vita meira um sögu Amtsbókasafnsins, þá skaltu endilega ýta hér.
Sjáumst annars hress og fróðleiksfús á Amtinu ykkar!