Kæru safngestir! Við starfsmenn leitum alltaf leiða til að verða betri fyrir ykkur. Ein leið til þess er að sækja ráðstefnur sem kenna okkur mikið og nær allir starfsmenn eru að sækja slíka dagana 18.-20. október nk.
Þar af leiðandi verður safnið lokað fimmtudaginn 19. október og föstudaginn 20. október. Það er alltaf hægt að skila efni í Pennann/Eymundsson.
Við opnum svo aftur laugardaginn 21. október kl. 11:00 og þá verður gaman - mikið fjör!
Að við tölum nú ekki um komandi viku, vikur og mánuði. Fylgist með viðburðadagatalinu okkar og samfélagsmiðlunum!
Takk fyrir þolinmæðina og skilninginn!
Kær kveðja frá fróðleiksþyrstu starfsfólki!