Amtsbókasafnið eignast myndavél - Canon 550d keypt

Canon 550d

Amtsbókasafnið hefur eignast forláta myndavél, Canon 550d. Er þetta langþráð þar sem myndavélakostur safnsins hefur lengi verið bágborinn. Vélin er keypt hjá Pedromyndum á Akureyri en Nýherji flytur vélarnar inn.

Myndavélin er framúrskarandi góð, hún tekur ekki bara frábærar myndir heldur einnig myndbönd í fullri háskerpu. Þá er það stór kostur að hægt er að tengja míkrófón við hana.

Bókasafnið hyggst nota vélina til að mynda viðburði og slíkt, auk þess sem vélin verður notuð í Bókaspjalls-verkefni safnsins. Þar kemur hún að góðum notum, en framundan er myndbandagerð á ýmsum sviðum.

Lesa má um vélina hér.

Báðar myndavélar safnsins, stafræn upptökuvél og stafræn myndavél, voru orðnar barn síns tíma. Myndavélin er svo gott sem ónothæf en myndbandsvélin verður seld.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan