Kæru safngestir og matarunnendur! Þrátt fyrir að bókasafnið verði sjálft lokað sumardaginn fyrsta, þá verður veisla haldin þennan dag (25. apríl nk. - sumardaginn fyrsta) í formi alþjóðlegs eldhúss með mat frá 18 löndum!!
Fimmtudaginn 25. apríl, sumardaginn fyrsta býður Innflytjendaráð á Akureyri og nágrenni Akureyringum upp á smakk frá ýmsum löndum á Amtsbókasafninu kl. 13-15. Markmið viðburðarins er að kynna mismunandi matarmenningu og efla tengsl milli allra íbúa bæjarins. Þetta er í sjöunda skiptið sem Alþjóðlegt eldhús er haldið á Akureyri.
Aðgangur ókeypis en tekið á móti frjálsum framlögum.
Dagskráin er í boði Amtsbókasafnsins á Akureyri, Akureyrarbæjar, Norðurorku og Papco.
#menningarsjodur #hallóakureyri
Ath! Lokað á safninu!
Viðburðurinn er hluti af Viku 17 sem er alþjóðleg vika Heimsmarkmiðanna á bókasöfnum. Í tilefni vikunnar verða ýmsir viðburðir tengdir Heimsmarkmiðunum á dagskrá Amtsbókasafnsins.
Við hvetjum ykkur til að mæta með umhverfisvænum hætti á viðburðinn. Frítt er í strætó og allir strætisvagnar stoppa í miðbænum í 300 metra fjarlægð frá safninu.
------------------------------------------------
INTERNATIONAL KITCHEN 2024
Dear patrons and foodlovers! Even though the library itself will be closed on First Day of Summer, a feast will be held this day (25th of April, First Day of Summer) in the form of International Kitchen, with food from 18 countries!!
The Multicultural Council of Akureyri offers a taste from various countries at the Municipal Library of Akureyri on Thursday, April 25th, First day of summer from 1pm to 3pm! People of different cultural backgrounds will present the national dishes they grew up with. The goal of the event is to promote diverse cultural heritage and strengthen ties between all residents of the town. This is the seventh time the International Kitchen is held in Akureyri.
Admission is free, but donations are welcome. The event is made possible by the support of The Municipal Library of Akureyri, Municipality of Akureyri, Norðurorka, and Papco.
#menningarsjodur #hallóakureyri
Please note that the library itself is closed!
The event is part of Week 17, the international week of the Sustainable Development Goals in libraries. During the week the library will offer various events related to the SDGs.
We encourage you to attend the event in an environmentally friendly manner. Akureyri bus system is free, and all buses stop in the city centre 300 meters from the library.