Alþjóðadagur læsis 8. september 2014

Lestur er bestur - Líka í tjaldi!
Lestur er bestur - Líka í tjaldi!

 Frá árinu 1965 hefur UNESCO Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna tileinkað 8. september málefnum læsis. Í yfirlýsingu frá UNESCO segir að læsi teljist til grunnlífsleikni og lýst er yfir að læsi sé kjarni alls náms og varði því alla.

Í ár verður sett upp „Lestrartjald“ hjá okkur í barnadeildinni á Amtsbókasafninu. Þar er öllum börnum boðið að skríða inn í tjald, fá teppi, kodda og bók svo allir geti átt notalega lestrarstund saman.

Fáðu þér bók og kúrðu í tjaldi en ekki í spjaldi....:-)

Hlökkum til að sjá ykkur á milli 10:00 og 19:00!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan