Almenningsbókasöfn eru heilsubætandi! - læknar mæla með heimsókn á bókasafnið!

LjóðFyrir þó nokkru síðan skrifuðu Hrafn Harðarson og Margrét Sigurgeirsdóttir frá Bókasafni Kópavogs flotta grein um að fólk lifði lengur með því að fara reglulega á almenningsbókasafnið. Greinin var þýdd og birtist í Scandinavian Public Library Quarterly (2011:1).

Til að ítreka það hversu heilsusamlegar heimsóknir á almenningsbókasöfn eru, þá fylgja hér tveir hlekkir á nýlegar greinar um ágæti almenningsbókasafna. Athugið að þær eru á ensku.

"Doctors prescribe regular library visits" fjallar um átak ('Libraries are doctor-recommended') hjá svæðisbókasafni í Kitsap í Bandaríkjunum, sem gengur út á að fá fleiri börn inn á bókasafnið. Þetta er í samstarfi við nokkrar stofnanir í heilbrigðisgeiranum og fá börn sem mæta í skoðanir þar gefnar bækur og ítrekað við foreldrana um mikilvægi þess að lesa upphátt fyrir börnin sín.

"Public Libraries: Where life begins again and friends liver forever" er yndisleg reynslusaga J.J. Brown um það hvernig almenningsbókasafnið hjálpaði henni þegar hún átti mjög erfitt eftir fráfall móður sinnar og hvernig hún eignaðist nýja vini sem sálfræðingurinn hennar virtist ekki alveg vera ánægður með :-) (Auden og Yeats - "... en þeir eru látnir!...").

Fyrir þau ykkar sem eruð sleip í enskunni, þá mælum við með lestri þessara greina, og ef þið hafið sjálf einhverjar skemmtilegar sögur sem tengjast bókasöfnum, þá megið þið endilega senda slíkar (á netfangið thorsteinn@akureyri.is) og við birtum hér hjá okkur (nafnlaust ef fólk óskar eftir því).

Góða helgi!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan