Kæru safngestir! Amtsbókasafnið á Akureyri er svokallað skylduskilasafn, sem þýðir að það á að varðveita eitt eintak af öllu prentuðu efni hér á Íslandi.
Að gefnu tilefni viljum við benda á að efni sem merkt er „Amtsbókasafnið á Akureyri(les)“ í tölvukerfi safnsins Ölmu er ekki til útláns. Þetta efni er eingöngu til notkunar hér á safninu. Þetta á líka við þegar önnur söfn á landinu óska eftir „Amtsbókasafnið á Akureyri(les)“-efni frá okkur í millisafnalánum.