Allar íslenskar bækur á netið? - Vilji erlendra aðila til að fjármagna verkefnið

Brewster Kahle

Er það framtíðin að allar íslenskar bækur verða fáanlegar í gegnum Internetið á rafrænu bókasafni? Líklega. Vísir að þessari þróun er í gegnum Landsbókasafnið en erlent fyrirtæki, Internet Archive, hefur sýnt verkefninu áhuga.

Stofnandi þess, Brewster Kahle (á mynd), var hér á landi í vikunni. Fjallað er um málið í viðtali við þingmanninn Birgittu Jónsdóttir í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina.

Hugsjón Kahle er að stofna rafræn bóka- skjala og gagnasöfn opin almenningi án endurgjalds. Hefur hann áhuga á að lána hátækniskanna í verkefnið og Birgitta vill fá atvinnulaust fólk til að skanna. Hún áætlar að 25 manns gætu unnið verkefnið á einu ári.

Viðtalið við Birgittu er á blaðsíðum 13-15 í Sunnudagsmogganum.

Heimasíða Internet Archive.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan