Akureyrarvaka á Amtinu

Akureyrarvaka 30. ágúst!
Akureyrarvaka 30. ágúst!

Akureyrarvaka er haldin ár hvert, síðasta laugardag í ágúst. Í ár er hún 30. ágúst.  Við tökum að sjálfsögðu þátt í gleðinni og verðum með þrjá dagskrárliði.

  • Sælla er að gefa en þiggja - Ungmenni úr skapandi sumarstörfum ganga um bæinn með hjólbörur og gefa bækur í nafni safnsins. Ungmennin eru klædd í gervi Nonna, Matthíasar og fleiri.  Þetta brall fékk styrk frá Landsbankanum.Þau byrja að gefa klukkan 13:00 og halda áfram meðan birgðir endast.
  • Þórainsvaka - Dagskrá í tali og tónum helguð skáldinu og kennaranum Þórarni Guðmundssyni verður hér milli kklukkan 14:00 og 15:00.
  • Komdu að leika – leikir frá liðinni tíð - Úrval gamalla leikja í boði barnadeildarinnar. Áhugasamir geta farið í fuglafit, völuspá, buxurnar hans Skíða og fleira. Það verður á flötinni hér fyrir framan, nema ef veður verður afleitt. Þetta verður milli 13:00 og 14:00.


Þar að auki ætla Guðrún og Hörður að standa vaktina í afgreiðslunni og hafa opið frá 13:30 til 16:00.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan