Kæru safngestir! Framundan er björt og skemmtileg páskahelgi. Það er því við hæfi að birta hér afgreiðslutímann hjá okkur yfir hátíðina.
Eins og sjá má á myndinni er miðvikudagurinn 5. apríl síðasti dagurinn sem opið er fyrir páska. Þá tekur við fimm daga lokun og við opnum aftur þriðjudaginn 11. apríl.
Því er um að gera að troðfylla Amtsbókasafnið 4.-5. apríl, ná sér í eitthvað gott til að lesa, horfa á, fletta, baka, pikka upp rusl, spila spil, hlusta á ... o.s.frv.
Gleðilega páska!