Ævar Þór Benediktsson: Stórkostlegt líf herra Rósar - upplestur á Amtsbókasafninu á Akureyri, 6. júlí 2010, kl. 17:15

Stórkostlegt líf herra Rósar og fleiri sögur af ótrúlega venjulegu fólkiÆvar Þór Benediktsson

er fæddur og uppalinn í Borgarfirði. Hann útskrifaðist úr Menntaskólanum á Akureyri vorið 2004 og hóf nám við leiklistardeild Listaháskóla Íslands haustið 2006. Ásamt félaga sínum skrifaði hann söngleikinn Ríginn, sem MA og VMA settu upp í sameiningu veturinn 2005. Ævar lék í Grease sem Loftkastalinn setti upp síðastliðið sumar ásamt því að leika Óðin Víglundarson í sjónvarpsþættinum Dagvaktin. Þá hefur hann samið barnaefni bæði fyrir útvarp og sjónvarp.

Stórkostlegt líf herra Rósar og fleiri sögur af ótrúlega venjulegu fólki er fyrsta bók Ævars. Þetta er smásagnasafn um venjulegt fólk í óvenjulegum aðstæðum og óvenjulegt fólk í venjulegum aðstæðum.

Ævar Þór mun koma á Amtsbókasafnið á Akureyri þriðjudaginn 6. júlí 2010, kl. 17:15, og lesa upp úr bók sinni. Hann mun væntanlega gefa gestum tækifæri á því að spyrja sig að loknum upplestri og því er um að gera að mæta, hlusta og spyrja ... og hafa gaman af!

Ævar Þór Benediktsson

Stórkostlegt líf herra Rósar og fleiri sögur af ótrúlega venjulegu fólki

Amtsbókasafnið á Akureyri

Þriðjudagurinn 6. júlí 2010, kl. 17:15

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan