Stjórnendur hjá Akureyrarbæ sækja námskeið um?starfsmannasamtöl í kjölfar starfsmannakönnunar

Í október verður stjórnendum hjá Akureyrarbæ boðið upp á námskeið í starfsmannasamtölum. Markmiðið er að undirbúa stjórnendur fyrir samtölin og hvetja þá til þess að framfylgja Mannauðsstefnu bæjarins en samkvæmt henni eiga starfsmannasamtöl að fara fram á öllum vinnustöðum árlega.

Starfsmannakönnun um líðan, heilsu og starfstengd viðhorf sem gerð var síðastliðinn vetur sýndi að stjórnendur hjá Akureyrarbæ standa sig ekki eins vel og samanburðar sveitarfélög í að bjóða starfsmönnum sínum upp á starfsmannasamtöl.

Með námskeiðunum gefst stjórnendum tækifæri til að bæta kunnáttu sína og fá góðan undirbúning og þjálfun fyrir starfsmannasamtölin. Markmiðið er að allir stjórnendur verði færir um að sinna þessu verkefni og framfylgja Mannauðsstefnu Akureyrarbæjar. 

 

 

 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan