Vinnur þú í leik- eða grunnskóla? Viltu auka færni þína?

Vinnur þú í leik- eða grunnskóla?

Viltu auka færni þína?

Stuðningsfulltrúabrú er ætluð þeim sem starfa í grunnskólum eða leikskólum. Nemendur þurfa vera orðnir 22ja ára, hafa lokið 230 kennslustunda starfstengdum námskeiðum eða sambærilegu námi og hafa að baki að minnsta kosti þriggja ára starfsreynslu af störfum við leik- eða grunnskóla við uppeldi, umönnun og menntun barna.
Nemendur útskrifast sem stuðningsfulltrúar.

Kennslufyrirkomulag:
 Stuðningsfulltrúabrú er 36 eininga nám á framhaldsskólastigi.
 Námið er 4 annir. Kenndar eru um 9 einingar á hverri önn.
 Síðdegisnám

Eftirfarandi áfangar eru kenndir:
Fötlun 103, hegðun og atferlismótun 103, leikur sem náms og þroskaleið, íslenskar barnabókmenntur 633, listir og skapandi starf 103, samskipti og samstarf 103, sálfræði 203, siðfræði 102, skyndihjálp 101, uppeldisfræði 103 og 203, þroski og hreyfing, kennslustofan og nemandinn.

Mat á fyrra námi auk starfsreynslu byggir á reglum sem Mennta- og menningarmálaráðuneytið gefur út. Starfsreynsla og starfstengd námskeið eru metin til styttingar þannig að stuðningsfulltrúabrúin er 36 einingar en stuðningsfulltrúanámið 59 einingar. Þeir sem ekki uppfylla ofangreind skilyrði geta stundað stuðningsfulltrúanám við framhaldsskóla.

Nánari upplýsingar veita Betty eða Kristín í síma 460-5720 einnig er hægt að senda póst á betty@simey.is eða kristin@simey.is.

Þátttakendur greiða fyrir hverja önn og er verðið 22.000.- og hægt er að sækja um styrk fyrir þeirri upphæð í stéttarfélag viðkomandi.

Námið hefst 7. janúar  2013

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan