Félagsliðabrú - nám á vegum SÍMEY

Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar býður upp á námið félagsliðabrú eftir áramótin.

Félagsliðabrú er ætluð fólki sem vinnur við umönnun, t.d. á öldrunarheimilum, í heimaþjónustu, grunnskóla, eða við heimahlynningu. Þetta er fjögurra anna eininganám sem kennt er samkvæmt námsskrá menntamálaráðuneytisins. Námið er 32 einingar og eru kenndar 8 einingar á hverri önn. Þeir sem hafa lokið félagsliðabrú fá starfsheitið ,,félagsliði". 

Námið er fyrir einstaklinga sem eru orðnir 22ja ára og hafa þriggja ára starfsreynslu við umönnun. Félagsliðanámið hefur fest sig í sessi og er viðurkennt á vinnumarkaði. Félagsliðar eru eftirsótt starfsstétt. Námið er þannig uppbyggt að það er kennt tvisvar sinnum í viku á mánudögum og miðvikudögum. Skráningu lýkur 7. janúar 2013.

Námið hefst 7. janúar 2013.

Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá SÍMEY í síma 460-5720 eða á heimasíðunni www.simey.is.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan