Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Út eru komin Tíðindi - rafrænt fréttabréf Sambands íslenskra sveitarfélaga - September 2018

Út eru komin Tíðindi - rafrænt fréttabréf Sambands íslenskra sveitarfélaga - September 2018

Út eru komin Tíðindi - rafrænt fréttabréf Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem meðal annars er fjallað um um skipulagsdaginn 2018 sem verður haldinn í Gamla bíó í Reykjavík, 20. september næstkomandi, landsfund sveitarfélaga um jafnréttismál, málþing sveitarfélaga um jafnréttismál og jafnréttisdag Mosfellsbæjar 2018 sem fer fram dagana 20. og 21. september í Mosfellsbæ undir yfirskriftinni Ungt fólk og jafnréttismál og loks fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna 11. og 12. október næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica. Sjá nánar hér
Lesa fréttina Út eru komin Tíðindi - rafrænt fréttabréf Sambands íslenskra sveitarfélaga - September 2018
Verklag vegna áreitnismála

Verklag vegna áreitnismála

Vakin er athygli starfsfólks á upplýsingum um verklag í tengslum við áreitni á vinnustað og hvert starfsfólk getur leitað ráðgjafar upplifi það slíkar aðstæður á vinnustað eða verður vitni að þeim. Upplýsingar þess efnis er að finna undir efnisflokknum Starfsmannahandbók > Einelti - áreitni - ofbeldi. Þá er það ítrekað að allt starfsfólk Akureyrarbæjar á rétt á því að komið sé fram við það af virðingu og að það hafi tækifæri til að sinna störfum sínum án þess að eiga á hættu einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni eða annarskonar ofbeldi.
Lesa fréttina Verklag vegna áreitnismála
Zane Brikovska frá Alþjóðastofu á Akureyri ásamt Ágústi Hirti Ingþórssyni, forstöðumanni Erasmus+ á …

Nokkur verkefni hjá Akureyrarbæ fengu styrki frá Erasmus +, samstarfsáætlun ESB

Alþjóðastofa Akureyrarbæjar hlaut nýverið 33,7 milljón króna styrk úr menntahluta Erasmus+ áætlunar Evrópusambandsins til að vinna verkefni á sviði fullorðinsfræðslu. Verkefnið, sem Zane Brikovska verkefnastjóri Alþjóðastofu leiðir, nefnist "Migrant Women as Healthcare Mentors – MEDICE" og snýst um að konur af erlendum uppruna verði leiðbeinendur innan heilbrigðiskerfis. Markmið verkefnisins er að bæta og auðvelda aðgengi kvenna af erlendum uppruna og barna þeirra að heilbrigðisþjónustu í nýju landi með því að þróa nýjungar í tungumálakennslu sem tengjast heilsugæslu. Mannauðsdeild Akureyrarbæjar fékk styrk fyrir verkefni sem nefnist Þróun og nýsköpun í fræðslumálum og kennsluaðferðum. Brekkuskóli fékk styrk í tengslum við starfsþróun og endurmenntun og Giljaskóli fékk styrk fyrir verkefni sem nefnist Þvermenningarleg verkefnastjórnun; sköpunarferlið, tækni og þjóðfélagslegt samtal. Öll verkefnin eru styrkt af Erasmus +, samstarfsáætlun ESB.
Lesa fréttina Nokkur verkefni hjá Akureyrarbæ fengu styrki frá Erasmus +, samstarfsáætlun ESB
SÍMEY og Starfsmennt í samstarf

SÍMEY og Starfsmennt í samstarf

Nú hafa SÍMEY og Starfsmennt - fræðslusetur gert með sér samning þess efnis að Starfsmennt fái nokkur sæti fyrir sína félagsmenn á nokkrum námskeiðum sem haldin eru hjá SÍMEY. Geta því félagsmenn núna skráð sig á námskeið hjá SÍMEY í gegnum vefsíðu Starfsmenntar og fengið þau námskeið sem í boði eru að kostnaðarlausu. Takmarkað magn af sætum er í boði á hverju námskeiði. Fyrsta námskeiðið sem í boði verður er Mannlegi millistjórnandinn sem hefst 19.september nk. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um það hér. Einnig verða eftirfarandi námskeið í boði hjá SÍMEY fyrir félagsmenn Starfsmenntar: Samskipti á vinnustöðum Starfsmannasamtöl Hagnýt mannauðsstjórnun Tekið skal fram að nám og þjónusta Starfsmenntar - fræðsluseturs er félagsmönnum aðildarfélaga að kostnaðarlausu og eru Kjölur – stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu og SFR, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu með aðild að Starfsmennt.
Lesa fréttina SÍMEY og Starfsmennt í samstarf
Mannauðsmoli - Félagslegt og andlegt vinnuumhverfi

Mannauðsmoli - Félagslegt og andlegt vinnuumhverfi

Samspil vinnuumhverfis og heilbrigðis er flókið. Vinnustaðurinn er samsettur af ytri og innri aðstæðum þar sem allt hefur áhrif á líðan starfsfólks. Áður fyrr beindist vinnuverndarstarf helst að því að koma í veg fyrir slys og líkamlegt heilsutjón vegna vinnunnar. Í dag hafa augu opnast fyrir því að félagslegt og andlegt starfsumhverfi er jafn mikilvægt. Ef félagslegt og andlegt vinnuumhverfi er ekki gott getur það leitt til verri afkasta, slysa og fjarvista sem hefur mikil áhrif á afkomu fyrirtækja. Vinnueftirlitið gaf út bækling um félagslegt og andlegt vinnuumhverfi sem er ætlað að vekja stjórnendur og starfsfólk fyrirtækja til umhugsunar um nokkur lykilatriði sem stuðla að góðu félagslegu og andlegu vinnuumhverfi. Í bæklingnum er fjallað um: Stjórnun og skipulag, fjölbreytni, sjálfræði, sveigjanleika, hæfilegar kröfur, upplýsingar og samskipti, einelti, stuðning og heilsueflingu. Í bæklingnum er stuttlega farið yfir hvern málaflokk og settar fram spurningar eða fullyrðingar til umhugsunar. Öll fyrirtæki eiga að gera skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað (áhættumat) ásamt áætlun um heilsuvernd og forvarnir sbr. reglugerð um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum nr. 920/2006. Fyrirtæki eiga það til að sleppa því að vinna með félagslegt og andlegt vinnuumhverfi en sá flokkur er ekki síður mikilvægur. Hægt er að skoða bækling Vinnueftirlitsins hér. (Heimild: Heimasíða Vinnueftirlitsins)
Lesa fréttina Mannauðsmoli - Félagslegt og andlegt vinnuumhverfi
Út eru komin Tíðindi - rafrænt fréttabréf Sambands íslenskra sveitarfélaga - ágúst 2018

Út eru komin Tíðindi - rafrænt fréttabréf Sambands íslenskra sveitarfélaga - ágúst 2018

Út eru komin Tíðindi - rafrænt fréttabréf Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem meðal annars er fjallað um um ný og breytt lög um félagsþjónustu sveitarfélaga, alheimshreinsunardaginn sem fer fram þann 15. september næstkomandi, framlög úr byggðaáætlun, kröfu um viðhorfsbreytingu í íþrótta- og æskulýðsstarfi gagnvart kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun og fleira. Sjá nánar hér
Lesa fréttina Út eru komin Tíðindi - rafrænt fréttabréf Sambands íslenskra sveitarfélaga - ágúst 2018
Sí- og starfsmenntunarsjóðir og styrkir til félagsmanna

Sí- og starfsmenntunarsjóðir og styrkir til félagsmanna

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki er kemur að símenntun og starfsþróun starfsmanna. Sum stéttarfélög eru aðilar að fræðslustofnunum og gefst þá félagsmönnum tækifæri á að sækja sum námskeið frítt. Á meðan önnur stéttarfélög bjóða upp á fræðsludagskrá fyrir félagsmenn. Dæmi um þjónustu fyrir félagsmenn stéttarfélaga: Kjölur mannauðssjóður - Félagsmenn Kjalar geta sótt um styrki í Mannauðssjóð Kjalar, þar er hægt að fá styrki fyrir náms- og kynnisferðum og fyrir fræðsluverkefnum. Nám og þjónusta Starfsmenntar - fræðsluseturs er félagsmönnum aðildarfélaga að kostnaðarlausu og eru Kjölur – stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu og SFR, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu með aðild að Starfsmennt. Sveitamennt veitir félagsmönnum Einingar-Iðju og öðrum aðildarfélögum sínum styrki til þess að þeir eigi kost á að sækja nám/námskeið með vinnu án verulegs kostnaðar. Starfsþróunarsetur háskólamanna veitir félagsmönnum aðildarfélaga BHM styrki til náms og má þar nefna styrki vegna skólagjalda, námskeiðsgjalda og ráðstefnugjalda. Hér hefur aðeins verið stiklað á því helsta en fleiri fræðslusjóðir eru til og hvetjum við starfsmenn til að kynna sér styrki hjá sínu stéttarfélagi. Stéttarfélög bjóða einnig upp á ýmsa aðra styrki sem hægt er að kynna sér á heimasíðum félaganna.
Lesa fréttina Sí- og starfsmenntunarsjóðir og styrkir til félagsmanna
Heilsupistill Heilsuverndar

Heilsupistill Heilsuverndar

Í nýjasta heilsupistli Heilsuverndar er fjallað um kæfisvefn - með stuttum og markvissum hætti er m.a. farið yfir hvað kæfisvefn er, hvaða kringumstæðum fylgja auknar öndunartruflanir í svefni, hverjar afleiðingar kæfisvefns eru og hvernig hægt er að greina hann og ná bata. Pistilinn nálgist þið með því að smella HÉR.
Lesa fréttina Heilsupistill Heilsuverndar
Tilboðssíða fyrir starfsmenn Akureyrarbæjar hefur verið fjarlægð tímabundið

Tilboðssíða fyrir starfsmenn Akureyrarbæjar hefur verið fjarlægð tímabundið

Ritstjórn Starfsmannahandbókar vilja benda starfsmönnum á að tilboðssíða handbókarinnar hefur verið fjarlægð tímabundið þar sem tilboð og afslættir eru í endurskoðun. Eina tilboðið sem nú gildir fyrir starfsmenn bæjarins er 50% afsláttur af árskorti í Sundlaug Akureyrar og þurfa starfsmenn að sýna hausinn á síðasta launaseðli.
Lesa fréttina Tilboðssíða fyrir starfsmenn Akureyrarbæjar hefur verið fjarlægð tímabundið
Ný persónuverndarlög

Ný persónuverndarlög

Þann 15. júlí sl. tóku gildi ný lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. Í lögunum er m.a. staðfestur sá grundvallarréttur sem felst í vernd persónuupplýsinga einstaklinga. Þann 28. júní sl. samþykkti bæjarráð persónuverndarstefnu fyrir Akureyrarkaupstað. Samkvæmt nýjum persónuverndarlögum eiga einstaklingar rétt til upplýsinga um vinnslu og til aðgangs að eigin persónuupplýsingum. Hér má finna fræðslu um rétt til upplýsinga. Óski einstaklingur eftir upplýsingum samkvæmt persónuverndarlögum skal fylla út beiðni um upplýsingar skv. persónuvernarlögum í Íbúagátt Akureyrarbæjar. Til að nota Íbúagáttina þarf Íslykil eða rafræn skilríki.
Lesa fréttina Ný persónuverndarlög
Nýr Bæjarstjóri á Akureyri

Nýr Bæjarstjóri á Akureyri

Ákveðið hefur verið að ganga til samninga við Ásthildi Sturludóttur um að taka að sér starf bæjarstjóra á Akureyri. Hún tekur við af Eiríki Birni Björgvinssyni sem var bæjarstjóri síðustu átta ár. Alls sóttu 18 um starf bæjarstjóra en 2 umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka. Eftir úrvinnslu umsókna og viðtöl ákvað meirihluti bæjarstjórnar að ganga til samninga við Ásthildi. Ásthildur starfaði sem bæjarstjóri í Vesturbyggð frá árinu 2010. Hún er uppalin í Stykkishólmi og er með BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og MPA-gráðu (Master of Public Administration) í opinberri stjórnsýslu frá PACE University í New York. Ásthildur starfaði áður sem verkefnisstjóri á rektorsskrifstofu og markaðs- og samskiptasviði Háskóla Íslands. Hún var einnig verkefnisstjóri við byggingu tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og atvinnuráðgjafi hjá SSV-þróun og ráðgjöf. Gert er ráð fyrir að Ásthildur taki til starfa um miðjan september.
Lesa fréttina Nýr Bæjarstjóri á Akureyri