Sí- og starfsmenntunarsjóðir og styrkir til félagsmanna

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki er kemur að símenntun og starfsþróun starfsmanna. Sum stéttarfélög eru aðilar að fræðslustofnunum og gefst þá félagsmönnum tækifæri á að sækja sum námskeið frítt. Á meðan önnur stéttarfélög bjóða upp á fræðsludagskrá fyrir félagsmenn.

Dæmi um þjónustu fyrir félagsmenn stéttarfélaga:
Kjölur mannauðssjóður - Félagsmenn Kjalar geta sótt um styrki í Mannauðssjóð Kjalar, þar er hægt að fá styrki fyrir náms- og kynnisferðum og fyrir fræðsluverkefnum.

Nám og þjónusta Starfsmenntar - fræðsluseturs er félagsmönnum aðildarfélaga að kostnaðarlausu og eru Kjölur – stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu og SFR, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu með aðild að Starfsmennt.

Sveitamennt veitir félagsmönnum Einingar-Iðju og öðrum aðildarfélögum sínum styrki til þess að þeir eigi kost á að sækja nám/námskeið með vinnu án verulegs kostnaðar.

Starfsþróunarsetur háskólamanna veitir félagsmönnum aðildarfélaga BHM styrki til náms og má þar nefna styrki vegna skólagjalda, námskeiðsgjalda og ráðstefnugjalda.

Hér hefur aðeins verið stiklað á því helsta en fleiri fræðslusjóðir eru til og hvetjum við starfsmenn til að kynna sér styrki hjá sínu stéttarfélagi. Stéttarfélög bjóða einnig upp á ýmsa aðra styrki sem hægt er að kynna sér á heimasíðum félaganna.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan