Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Persónuverndarfulltrúi Akureyrarbæjar

Persónuverndarfulltrúi Akureyrarbæjar

Þann 15. júlí 2018 tóku gildi ný persónuverndarlög - ein af nýjungum þeirra laga er skylda stofnana að tilnefna persónuverndarfulltrúa. Persónuverndarfulltrúi Akureyrarbæjar hefur verið tilnefndur og hefur Inga Þöll Þórgnýsdóttir, bæjarlögmaður, verið tilnefnd sem slíkur. Á vef Persónuverndar, www.personuvernd.is, er að finna leiðbeiningar um persónuverndarfulltrúa sem og ýmsar aðrar upplýsingar sem lúta að persónuvernd.
Lesa fréttina Persónuverndarfulltrúi Akureyrarbæjar
Haustönn 2018 EHÍ - skráning hafin

Haustönn 2018 EHÍ - skráning hafin

Fræðslusetrið Starfsmennt hefur um árabil boðið aðildarfélögum að sækja fjölbreytt úrval námskeiða hjá Endurmenntun Háskóla Íslands (EHÍ). Um tiltekin starfstengd námskeið er að ræða og er sætafjöldi takmarkaður þannig að áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst. Skráning fer fram á vef Starfsmenntar. Upplýsingar um allt nám og þjónustu má finna á heimasíðu þeirra www.smennt.is - endilega kynnið ykkur málið!
Lesa fréttina Haustönn 2018 EHÍ - skráning hafin
Nýtt vinnulag vegna nýtingar persónuafsláttar

Nýtt vinnulag vegna nýtingar persónuafsláttar

Launadeildin vill benda á nýtt vinnulag við nýtingu persónuafsláttar. Nú þurfa stafsmenn að skila inn eyðublaði/blöðum í gegnum íbúagáttina vegna nýtingar persónuafsláttar, breytingu á nýtingu persónuafsláttar og nýtingu persónuafsláttar maka. Einungis er tekið á móti gögnum vegna persónuafsláttar í gegnum íbúagáttina og því er eyðublaðið er ekki lengur með ráðningarsamningsforminu. Nánari upplýsingar er hægt að finna með því að smella hér.
Lesa fréttina Nýtt vinnulag vegna nýtingar persónuafsláttar
Mynd: Anders Peter.

Hefurðu nýtt þér íbúagáttina?

Í íbúagáttinni á Akureyri.is er hægt að skrá sig inn með íslykli eða rafrænum skilríkjum til að sækja um ýmsa þjónustu og fylgjast með stöðu umsókna. Nú eru 37 umsóknareyðublöð af ýmsu tagi komin í íbúagáttina þar sem hægt er að fylla þær út eftir þörfum og senda inn rafrænt ásamt með fylgiskjölum. Stöðugt er unnið að því að koma fleiri umsóknum inn í rafrænu gáttina og til stendur að gera tilraun með að hafa vissar umsóknir eingöngu á rafrænu formi, til dæmis andmæli vegna stöðubrotasekta.  Íbúar sem hafa sent inn umsókn í íbúagátt geta síðan fylgst með afgreiðslu málsins og framvindu þess undir flipanum "málin mín". Einnig er hægt að sjá álagningarseðil fasteigna í íbúagáttinni undir flipanum "álagning". Skorað er á bæjarbúa að kynna sér íbúagáttina og nýta sér þessa rafrænu þjónustu. Íbúagáttin er mjög áberandi hér á forsíðu heimasíðunnar en bein slóð á hana er http://ibuagatt.akureyri.is. Þeir sem þurfa aðstoð við að opna gáttina geta fengið hana í þjónustuverinu í anddyri Ráðhúss Akureyrarbæjar, Geislagötu 9.
Lesa fréttina Hefurðu nýtt þér íbúagáttina?
Eiríkur kveður

Eiríkur kveður

Starfi mínu fyrir Akureyrarbæ sem bæjarstjóri lauk formlega frá og með deginum í gær. Ég er afar þakklátur fyrir það tækifæri sem ég hef fengið til að starfa með ykkur og fyrir Akureyringa. Mig langar að nota tækifærið og þakka kærlega fyrir samstarfið undanfarin ár. Eiríkur Björn Björgvinsson
Lesa fréttina Eiríkur kveður
Sóley Sigdórsdóttir og Kristín Ólafsdóttir

Betri heimaþjónusta en áður

Í byrjun mánaðarins var Sóleyju Sigdórsdóttur og Kristínu Ólafsdóttur, starfsmönnum í heimaþjónustu Akureyrarbæjar, veittur dálítill þakklætisvottur fyrir vel unnin störf en þær láta nú senn af störfum. Sóley hefur starfað í heimaþjónustunni í rúm 23 ár og Kristín í rúm 27 ár.
Lesa fréttina Betri heimaþjónusta en áður

Hjólað í vinnuna

Vinnustaðarkeppni ÍSÍ, Hjólað í vinnuna fór fram í maí líkt og undanfarin ár. Fjöldi starfsstöðva innan Akureyrarbæjar skráði sig í til leiks og kepptist við að hjóla meira en náunginn. Keppnin skiptist í nokkra flokka eftir fjölda starfsmanna. Heilsuráð Akureyrarbæjar veitir stofnunum bæjarins viðurkenningar fyrir góðan árangur í vinnustaðarkeppninni. Í ár var keppnin mikil og greinilegt að margir eru farnir að grípa í hjólið í maí.
Lesa fréttina Hjólað í vinnuna
Heilsupistill Heilsuverndar

Heilsupistill Heilsuverndar

Nýjasti heilsupistill Heilsuverndar er komin út og fjallar að þessu sinni um vaktavinnu og heilsu. Í pistlinum er fjallað um áhrif vaktavinnu á heilsu fólks, þ.e. meltingarfæri, hjarta- og æðakerfi, svefn og félagsleg tengsl. Endilega kynnið ykkur málið betur - pistilinn má finna með því að smella HÉR.
Lesa fréttina Heilsupistill Heilsuverndar
Vinningshafar Starfsmannagolfmóts NORAK 2017.

Starfsmannagolfmót NORAK 2018

Starfsmannagolfmót Akureyrarbæjar og Norðurorku (NORAK) fer fram miðvikudaginn 13. júní nk. kl. 18:00. Opnað hefur verið fyrir skráningar. Nánari upplýsingar eru hér og keppnisskilmála má lesa hér.
Lesa fréttina Starfsmannagolfmót NORAK 2018
Skráning sumarorlofs í dagbók og sjálfvirk svörun á tölvupósti

Skráning sumarorlofs í dagbók og sjálfvirk svörun á tölvupósti

Minnt er á mikilvægi þess að skrá sumarorlof í dagbók og setja sjálfvirka svörun á tölvupóst meðan orlofið varir. Sjá nánar hér
Lesa fréttina Skráning sumarorlofs í dagbók og sjálfvirk svörun á tölvupósti

Sumarkrónikan komin út

Krónikan er komin út í síðasta skiptið. Ákveðið hefur verið að hætta útgáfu Krónikunnar á því formi sem hún hefur verið og er þetta því síðasta tölublaðið sem sent verður út. Framvegis munu þó ákveðnir efnisþættir birtast reglulega í starfsmannahandbókinni. Ritstjórn Krónikunnar vill þakka öllum starfsmönnum Akureyrarbæjar fyrir samfylgdina í gegnum árin og óskar þeim jafnframt gleðilegs sumars.
Lesa fréttina Sumarkrónikan komin út