Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Er brjálað að gera?

Er brjálað að gera?

Vitundarvakning VIRK, sem er hluti af stærra forvarnarverkefni, hófst nýverið með auglýsingum í sjónvarpi og á vefmiðlum sem vísa á velvirk.is en vefsíðan er hugsuð sem stuðningur við starfsmenn og stjórnendur á vinnustöðum. Við lifum í samfélagi þar sem sífellt fleiri virðast heltast úr lestinni vegna tímabundinna eða langvarandi veikinda. Svo virðist sem hluti af þessum veikindum sé til kominn vegna langvarandi álags bæði í starfi og einkalífi.
Lesa fréttina Er brjálað að gera?
100 ára afmæli fullveldis Íslands - viðburður

100 ára afmæli fullveldis Íslands - viðburður

Í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands gefst bæjarbúum kostur á að hringja Íslandsklukkunni við Háskólann á Akureyri. Klukkunni verður hringt 100 sinnum og fá bæjarbúar þannig nöfn sín skráð í sögubækurnar. Þeir sem vilja vera með og hringja skrá sig hér: www.unak.is/is/1918 DAGSKRÁ HEFST KL. 13 ÞANN 1. DESEMBER VIÐ ÍSLANDSKLUKKUNA ▸ Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri opnar hátíðarhöld Akureyrarbæjar ▸ Bæjarbúar hringja Íslandsklukkunni 100 sinnum ▸ Karlakór Akureyrar - Geysir ▸ Kakó og smákökur í Miðborg Háskólans á Akureyri Að viðburðinum standa Akureyrarbær og Háskólinn á Akureyri. Allir hjartanlega velkomnir.
Lesa fréttina 100 ára afmæli fullveldis Íslands - viðburður
Desemberuppbót

Desemberuppbót

Mánudaginn 3. desember mun Akureyrarbær greiða út desemberuppbót. Þeir sem eiga rétt á uppbótinni eru þeir starfsmenn sem hafa unnið fullt starf frá 1. janúar til 30. nóvember sama ár. Hafi starfsmaður gegnt hlutastarfi eða starfað hluta úr ári, skal hann fá greitt miðað við starfshlutfall og/eða starfstíma, þó þannig að hann hafi starfað samfellt a.m.k frá 1. september þar ár.
Lesa fréttina Desemberuppbót
Út eru komin Tíðindi - rafrænt fréttabréf Sambands íslenskra sveitarfélaga - Nóvember 2018

Út eru komin Tíðindi - rafrænt fréttabréf Sambands íslenskra sveitarfélaga - Nóvember 2018

Út eru komin Tíðindi - rafrænt fréttabréf Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem meðal annars er fjallað um nýjar aðferðir við orkuöflun, miðhálendisþjóðgarð, áætlun um áfangastaði landshluta, skýrslu um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og frestun jafnlaunavottunar.
Lesa fréttina Út eru komin Tíðindi - rafrænt fréttabréf Sambands íslenskra sveitarfélaga - Nóvember 2018
Hin hliðin: Elín Eyjólfsdóttir

Hin hliðin: Elín Eyjólfsdóttir

Elín Eyjólfsdóttir sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni. Hún starfar sem skrifstofustjóri Giljaskóla eða er reddarinn eins og hún orðar það. Elín kemur úr Hrútafirði.
Lesa fréttina Hin hliðin: Elín Eyjólfsdóttir
Námskeið: Samskipti á vinnustöðum

Námskeið: Samskipti á vinnustöðum

Föstudaginn 23. nóvember frá kl. 12-16 mun Rakel Heiðmarsdóttir halda námskeið í SÍMEY um samskipti á vinnustöðum. Námskeiðið hefur fengið afar góðar viðtökur og er þetta í annað sinn sem námskeiðið verður haldið nú í haust.
Lesa fréttina Námskeið: Samskipti á vinnustöðum
Nýtnivikan á Akureyri

Nýtnivikan á Akureyri

Nýtnivikan er samevrópsk og er ætlað að vekja fólk til vitundar um nauðsyn þess að draga úr magni úrgangs m.a. með því að lengja líftíma hluta, samnýta hluti og stuðla almennt að því að hlutir öðlist framhaldslíf frekar en að enda sem úrgangur. Hún er haldin með ýmsum atburðum sem stuðla að vitundarvakningu. Áhersla er lögð á að draga úr, endurnota og endurvinna.
Lesa fréttina Nýtnivikan á Akureyri
Málþing ÖBÍ: Er gætt að geðheilbrigði?

Málþing ÖBÍ: Er gætt að geðheilbrigði?

Þann 20. nóvember n.k. kl: 14-17 verður málþing á vegum ÖBÍ undir yfirskriftinni: Er gætt að geðheilbrigði? Þar verður stefna og aðgerðaráætlun i geðheilbrigðismálum til fjögurra ára rædd, en hún er nú á miðju tímabili. Markmiðið er að fara yfir stöðuna og skoða hvort aðgerðir séu í raun á áætlun.
Lesa fréttina Málþing ÖBÍ: Er gætt að geðheilbrigði?
Fréttir frá Öldrunarheimili Akureyrar

Fréttir frá Öldrunarheimili Akureyrar

Á haustdögum heimsóttu íbúar Eini – og Grenihlíðar, ásamt starfsfólki, bruggsmiðjuna Kalda á Árskógssandi. Agnes eigandi bruggsmiðjunnar tók vel á móti hópnum og bauð upp á bjórsmökkun. Hópurinn skoðaði einnig Bjórböðin og þá þjónustu sem þar er í boði við mikla hrifningu. Í september fóru starfsfólk eldhúss og skrifstofu ÖA til Danmerkur í náms – og kynnisferð. Ferðin heppnaðist vel og starfsfólkið heimsótti meðal annars Stóreldhús í Randers sem að þjónustar Öldrunarheimili og eldri borgara ásamt því að heimsækja ráðhúsið í Vejle.
Lesa fréttina Fréttir frá Öldrunarheimili Akureyrar
Mannauðsmoli - Líkamlegt álag og líkamsbeiting við vinnu

Mannauðsmoli - Líkamlegt álag og líkamsbeiting við vinnu

Vinnutengd stoðkerfisvandamál eru viðamikið heilsufarsvandamál sem kostar samfélagið mikla fjármuni á ári hverju í formi veikindafjarvista, skertrar framleiðni og aukins sjúkrakostnaðar. Þegar kemur að vinnuaðstöðu og umhverfi á vinnustöðum er margt hægt að bæta til þess að minnka líkur á að starfsmenn þrói með sér vinnutengd stoðkerfisvandamál. Má þar nefna vinnuskipulag, vinnurými og sálfélagslegt umhverfi vinnustaðarins. Að auki geta einstaklingar nýtt sér ýmsar aðferðir í og utan vinnu til að viðhalda góðri líkamlegri og andlegri heilsu.
Lesa fréttina Mannauðsmoli - Líkamlegt álag og líkamsbeiting við vinnu
Konur taka af skarið!

Konur taka af skarið!

Viltu láta til þín taka og hafa áhrif á verkalýðsbaráttuna og samfélagið? Föstudaginn 9. nóvember frá 8.30 til 15.30 fer fram námskeið um þátttöku í verkalýðshreyfingunni í sal Einingar- Iðju við Skipagötu á Akureyri. Námskeiðið er opið öllum konum sem eru félagar í Starfsgreinasambandi Íslands eða í starfsmannafélögum sveitarfélaganna, þeim að kostnaðarlausu. Skráning skal berast í síðasta lagi miðvikudaginn 7. nóvember á netfangið: kristinheba@akak.is eða í síma 461 4006.
Lesa fréttina Konur taka af skarið!