100 ára afmæli fullveldis Íslands - viðburður

Í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands gefst bæjarbúum kostur á að hringja Íslandsklukkunni við Háskólann á Akureyri. Klukkunni verður hringt 100 sinnum og fá bæjarbúar þannig nöfn sín skráð í sögubækurnar. Þeir sem vilja vera með og hringja skrá sig hér: www.unak.is/is/1918

DAGSKRÁ HEFST KL. 13 ÞANN 1. DESEMBER VIÐ ÍSLANDSKLUKKUNA 

▸ Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri opnar hátíðarhöld Akureyrarbæjar 
▸ Bæjarbúar hringja Íslandsklukkunni 100 sinnum 
▸ Karlakór Akureyrar - Geysir 
▸ Kakó og smákökur í Miðborg Háskólans á Akureyri 

Að viðburðinum standa Akureyrarbær og Háskólinn á Akureyri.

Allir hjartanlega velkomnir.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan