Nýjar reglur voru samþykktar í ársbyrjun af bæjarstjórn um netnotkun og meðferð tölvupósts og skjala á drifum.
Reglur þessar fjalla um það hvernig starfsmenn Akureyrarbæjar skulu umgangast tölvu- og hugbúnað Akureyrarbæjar, tölvupóst, Internetið, snjalltæki og fleira. Þá tilgreina reglurnar einnig hvernig fara skuli með tölvupóst og skjöl á tölvudrifum við starfslok.
Þegar starfsmenn láta af störfum hjá Akureyrarbæ þurfa þeir nú að skila inn yfirlýsingu um frágang tölvupósts og skjala í gegnum þjónustugáttina.
Tilgangurinn með því að skila inn þessari yfirlýsingu er að tryggja að viðkomandi hafi gengið frá öllum skjölum sem varða starfsemi bæjarins á viðeigandi hátt fyrir starfslok og tekið allt sitt einkaefni úr tölvupósti og af tölvudrifum.
Það er afskaplega mikilvægt að starfsmenn gangi sannarlega rétt og vandlega frá skjölum fyrir starfslok og skili inn þessari yfirlýsingu.
Þetta er ekki bara mikilvægt til að við uppfyllum skyldur okkur í skjalavörslu heldur er þetta einnig forsenda þess að við fáum að eyða tölvupósti og efni á N-drifi starfsmanna 12 mánuðum eftir starfslok.