Fréttir

Lundi í Grímsey. Mynd: Friðþjófur Helgason.

Svartfuglinn sestur upp

Þótt febrúar sé varla liðinn, lætur vorið nú á sér kræla norður við heimskautsbaug. Fyrir um hálfum mánuði fór svartfuglinn að setjast upp í björgunum í Grímsey og þykir það óvenju snemmt. Langvía og stuttnefja fylla þar nú allar syllur og álkan er væntanleg í urðina fyrir neðan.
Lesa fréttina Svartfuglinn sestur upp
Hrafn með skólakrökkunum.

Skákdagurinn í Grímsey

Skákdagur Íslands var að sjálfsögðu haldinn hátíðlegur í Grímsey á fimmtudag í síðustu viku á 77 ára afmælisdegi stórmeistarans Friðriks Ólafssonar en Grímsey var löngum eitt höfuðvígi skálistarinnar á Íslandi. Í tilefni dagsins kom Hrafn Jökulsson rithöfundur og skákfrömuður í heimsókn til eyjarinnar og varði fyrri hluta dags með skólabörnum við að tefla og fræða um skákina.
Lesa fréttina Skákdagurinn í Grímsey
Mögulega kynt með kurli í Grímsey

Mögulega kynt með kurli í Grímsey

Í vikunni sem leið fengu fjórir samstarfsaðilar, þ.e. Skógrækt ríkisins, Norðurlandsskógar, Skógræktarfélag Eyfirðinga og Akureyrarbær, styrk úr Orkusjóði til að kanna hagkvæmni þess að kynda byggðina í Grímsey með viðarkurli.
Lesa fréttina Mögulega kynt með kurli í Grímsey
Góður Grímseyjardagur

Góður Grímseyjardagur

Grímseyjardagurinn var haldinn laugardaginn 28. maí og tókst í alla staði vel. Kalt var í veðri en eyjarskeggjar og gestir þeirra létu það að sjálfsögðu ekki á sig fá og klæddu sig bara vel. Sýnt var bjargsig og fengu gestir að spreyta sig, farið var í róður og margt fleira sér til gamans gert.
Lesa fréttina Góður Grímseyjardagur
Fundað í Grímsey

Fundað í Grímsey

Síðastliðinn fimmtudag fundaði bæjarráð Akureyrar fyrsta sinni í Grímsey og á sama tíma heimsótti skólanefnd bæjarins grunnskólann í eyjunni og kynnti sér starfið þar og í leikskóladeildinni. Fundur bæjarráðs var haldinn í félagsheimilinu Múla og á dagskránni var meðal annars umfjöllun um ýmis mál er varða Grímsey. Fjallað var um reynsluna af sameiningu Grímseyjar og Akureyrar og farið yfir ábendingar heimamanna.
Lesa fréttina Fundað í Grímsey
Grímseyjardagur í fyrsta sinn

Grímseyjardagur í fyrsta sinn

Í ár verður í fyrsta sinn efnt til Grímseyjardags og verður hann haldinn laugardaginn 28. maí. Liður í þessari dagskrá verður sýning á bjargsigi en einnig verður kríueggjaleit, ratleikur, boðið upp á siglingu og fleira.
Lesa fréttina Grímseyjardagur í fyrsta sinn
Hverfisráð kosið í Grímsey

Hverfisráð kosið í Grímsey

Almennur íbúafundur var haldinn í Grímsey sl. þriðjudag. Á fundinum lét samráðsnefndin af störfum og gáfu nefndarmenn ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Voru þeim þökkuð góð störf í þágu Grímseyjar og ekki síst Garðari Ólasyni, fráfarandi formanni. Í kjölfarið var fyrsta hverfisráð Grímseyjar kosið til eins árs og í samræmi við samþykkt um hverfisráðin í Grímsey og Hrísey.
Lesa fréttina Hverfisráð kosið í Grímsey
Sólstöðuhátíð í Grímsey

Sólstöðuhátíð í Grímsey

Sólstöðuhátíð verður haldin í Grímsey um næstu helgi. Þetta er í þriðja sinn sem slíkt hátíð er haldin. Það er kvenfélagið Baugur sem stendur að hátíðinni en hátíðarstjóri er Gísli Sigurgeirsson.
Lesa fréttina Sólstöðuhátíð í Grímsey
Fjörugur íbúafundur í Gímsey

Fjörugur íbúafundur í Gímsey

Í gærkvöldi var haldinn í Grímsey íbúafundur með bæjarstjóra, samráðsnefnd um málefni Grímseyjar og nokkrum stjórnendum Akureyrarbæjar í félagsheimilinu Múla. Framsögur fluttu Hermann Jón Tómasson, bæjarstjóri á Akureyri, Sigríður Stefánsdóttir, verkefnastjóri og tengiliður við Grímsey, og Helgi Már Pálsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar bæjarins. Fundurinn var fjölsóttur og umræður fjörugar. Eftir framsögur voru bornar fram fjölmargar spurningar til bæjarstjóra og annarra fulltrúa bæjarins.
Lesa fréttina Fjörugur íbúafundur í Gímsey
Byggðakvóti 2009/2010

Byggðakvóti 2009/2010

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2009/2010 sbr. reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa nr. 82, 29. janúar 2010. Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög:
Lesa fréttina Byggðakvóti 2009/2010
Byggðakvóti til úthlutunar

Byggðakvóti til úthlutunar

Um helgina birti Fiskistofa auglýsingu vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2008/2009 sbr. reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa nr. 557, 25. júní 2009.
Lesa fréttina Byggðakvóti til úthlutunar