Fréttir

Mynd: Friðþjófur Helgason.

Úthlutun byggðakvóta

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2011/2012 sbr. reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa nr. 1182, 21. desember 2011. Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir:
Lesa fréttina Úthlutun byggðakvóta
16 af 18 félögum sem taka þátt í átakinu.

Mottumars í Grímsey

Félagar í Kiwanisklúbbnum Grími í Grímsey taka virkan þátt í Mottumars, átaki Krabbameinsfélagsins gegn krabbameini í körlum. Klúbburinn heitir svo eftir Grími þeim sem talinn er hafa verið fyrstur manna til að reisa sér bú í eyjunni.
Lesa fréttina Mottumars í Grímsey
Hópurinn sem lagði af stað frá Grímsey fyrr í dag.

Skíðaferð til Akureyrar

Allir nemendur Grímseyjarskóla eru nú lagðir af stað í þriggja daga skíða- og skemmtiferð til Akureyrar. Auk þess að fara á skíð verður farið í leikhús og keilu, út að borða og ýmislegt fleira sér til gamans gert. Flogið var með Norlandair frá Grímsey í dag og verður snúið aftur heim á föstudag.
Lesa fréttina Skíðaferð til Akureyrar
Lundi í Grímsey. Mynd: Friðþjófur Helgason.

Svartfuglinn sestur upp

Þótt febrúar sé varla liðinn, lætur vorið nú á sér kræla norður við heimskautsbaug. Fyrir um hálfum mánuði fór svartfuglinn að setjast upp í björgunum í Grímsey og þykir það óvenju snemmt. Langvía og stuttnefja fylla þar nú allar syllur og álkan er væntanleg í urðina fyrir neðan.
Lesa fréttina Svartfuglinn sestur upp
Hrafn með skólakrökkunum.

Skákdagurinn í Grímsey

Skákdagur Íslands var að sjálfsögðu haldinn hátíðlegur í Grímsey á fimmtudag í síðustu viku á 77 ára afmælisdegi stórmeistarans Friðriks Ólafssonar en Grímsey var löngum eitt höfuðvígi skálistarinnar á Íslandi. Í tilefni dagsins kom Hrafn Jökulsson rithöfundur og skákfrömuður í heimsókn til eyjarinnar og varði fyrri hluta dags með skólabörnum við að tefla og fræða um skákina.
Lesa fréttina Skákdagurinn í Grímsey
Mögulega kynt með kurli í Grímsey

Mögulega kynt með kurli í Grímsey

Í vikunni sem leið fengu fjórir samstarfsaðilar, þ.e. Skógrækt ríkisins, Norðurlandsskógar, Skógræktarfélag Eyfirðinga og Akureyrarbær, styrk úr Orkusjóði til að kanna hagkvæmni þess að kynda byggðina í Grímsey með viðarkurli.
Lesa fréttina Mögulega kynt með kurli í Grímsey
Góður Grímseyjardagur

Góður Grímseyjardagur

Grímseyjardagurinn var haldinn laugardaginn 28. maí og tókst í alla staði vel. Kalt var í veðri en eyjarskeggjar og gestir þeirra létu það að sjálfsögðu ekki á sig fá og klæddu sig bara vel. Sýnt var bjargsig og fengu gestir að spreyta sig, farið var í róður og margt fleira sér til gamans gert.
Lesa fréttina Góður Grímseyjardagur
Fundað í Grímsey

Fundað í Grímsey

Síðastliðinn fimmtudag fundaði bæjarráð Akureyrar fyrsta sinni í Grímsey og á sama tíma heimsótti skólanefnd bæjarins grunnskólann í eyjunni og kynnti sér starfið þar og í leikskóladeildinni. Fundur bæjarráðs var haldinn í félagsheimilinu Múla og á dagskránni var meðal annars umfjöllun um ýmis mál er varða Grímsey. Fjallað var um reynsluna af sameiningu Grímseyjar og Akureyrar og farið yfir ábendingar heimamanna.
Lesa fréttina Fundað í Grímsey
Grímseyjardagur í fyrsta sinn

Grímseyjardagur í fyrsta sinn

Í ár verður í fyrsta sinn efnt til Grímseyjardags og verður hann haldinn laugardaginn 28. maí. Liður í þessari dagskrá verður sýning á bjargsigi en einnig verður kríueggjaleit, ratleikur, boðið upp á siglingu og fleira.
Lesa fréttina Grímseyjardagur í fyrsta sinn
Hverfisráð kosið í Grímsey

Hverfisráð kosið í Grímsey

Almennur íbúafundur var haldinn í Grímsey sl. þriðjudag. Á fundinum lét samráðsnefndin af störfum og gáfu nefndarmenn ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Voru þeim þökkuð góð störf í þágu Grímseyjar og ekki síst Garðari Ólasyni, fráfarandi formanni. Í kjölfarið var fyrsta hverfisráð Grímseyjar kosið til eins árs og í samræmi við samþykkt um hverfisráðin í Grímsey og Hrísey.
Lesa fréttina Hverfisráð kosið í Grímsey
Sólstöðuhátíð í Grímsey

Sólstöðuhátíð í Grímsey

Sólstöðuhátíð verður haldin í Grímsey um næstu helgi. Þetta er í þriðja sinn sem slíkt hátíð er haldin. Það er kvenfélagið Baugur sem stendur að hátíðinni en hátíðarstjóri er Gísli Sigurgeirsson.
Lesa fréttina Sólstöðuhátíð í Grímsey