Samtal við Grímseyinga í blíðskaparveðri
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, heimsótti Grímsey í gær ásamt starfsfólki sveitarfélagsins.
12.03.2025 Almennt
Grímsey er græn, grösug og einstaklega gjöful eyja: Útvörðurinn í norðri með auðug fiskimið og litríkt fuglalíf. Frægust er Grímsey trúlega í hugum ferðamanna fyrir heimskautsbauginn og kemur fólk gjarnan langa leið til þess eins að stíga norður fyrir baug.