Fréttir

Fjörugur íbúafundur í Gímsey

Fjörugur íbúafundur í Gímsey

Í gærkvöldi var haldinn í Grímsey íbúafundur með bæjarstjóra, samráðsnefnd um málefni Grímseyjar og nokkrum stjórnendum Akureyrarbæjar í félagsheimilinu Múla. Framsögur fluttu Hermann Jón Tómasson, bæjarstjóri á Akureyri, Sigríður Stefánsdóttir, verkefnastjóri og tengiliður við Grímsey, og Helgi Már Pálsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar bæjarins. Fundurinn var fjölsóttur og umræður fjörugar. Eftir framsögur voru bornar fram fjölmargar spurningar til bæjarstjóra og annarra fulltrúa bæjarins.
Lesa fréttina Fjörugur íbúafundur í Gímsey
Byggðakvóti 2009/2010

Byggðakvóti 2009/2010

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2009/2010 sbr. reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa nr. 82, 29. janúar 2010. Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög:
Lesa fréttina Byggðakvóti 2009/2010
Byggðakvóti til úthlutunar

Byggðakvóti til úthlutunar

Um helgina birti Fiskistofa auglýsingu vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2008/2009 sbr. reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa nr. 557, 25. júní 2009.
Lesa fréttina Byggðakvóti til úthlutunar
Sameining samþykkt

Sameining samþykkt

Sameining Akureyrarkaupstaðar og Grímseyjarhrepps var samþykkt í kosningu í gær. Á Akureyri sögðu 6.942 já við sameiningunnni eða 69,3% en 2.474 voru henni andvígir, eða 24,7%. Í Grímsey samþykktu 88% sameininguna.
Lesa fréttina Sameining samþykkt
Kynningarfundir vegna sameiningarmála

Kynningarfundir vegna sameiningarmála

Samstarfsnefnd um sameiningu Grímseyjarhrepps og Akureyrarkaupstaðar leggur til að samhliða alþingiskosningum 25. apríl 2009 fari fram almenn atkvæðagreiðsla um sameiningu sveitarfélaganna.
Lesa fréttina Kynningarfundir vegna sameiningarmála