Fjörugur íbúafundur í Gímsey
Í gærkvöldi var haldinn í Grímsey íbúafundur með bæjarstjóra, samráðsnefnd um málefni Grímseyjar og nokkrum stjórnendum Akureyrarbæjar í félagsheimilinu Múla. Framsögur fluttu Hermann Jón Tómasson, bæjarstjóri á Akureyri, Sigríður Stefánsdóttir, verkefnastjóri og tengiliður við Grímsey, og Helgi Már Pálsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar bæjarins. Fundurinn var fjölsóttur og umræður fjörugar. Eftir framsögur voru bornar fram fjölmargar spurningar til bæjarstjóra og annarra fulltrúa bæjarins.
08.04.2010 - 14:58
Lestrar 417